Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Umhyggja fékk 150 þúsund frá kanadíska flughernum
Þriðjudagur 20. júní 2017 kl. 10:55

Umhyggja fékk 150 þúsund frá kanadíska flughernum

Kanadíski flugherinn, sem hafði verið hér á landi frá því um miðjan maí, safnaði fé fyrir góðu málefni á meðan dvöl þeirra stóð, meðal annars með áheitahlaupi milli Reykjavíkur og Keflavíkur til styrktar Umhyggju, félags langveikra barna. Alls söfnuðust 154.988 krónur og tóku fulltrúar Umhyggju við söfnunarfénu á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli föstudaginn 16. júní. Sveitin hefur hér á landi sinnt loftrýmisgæslu á vegum Atlantshafsbandalagsins og getur brugðist við með litlum fyrirvara ef fljúga þarf á móti og bera kennsl á óþekkt loftför.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Við höfum fengið mjög góðar móttökur hjá Keflvíkingum,“ segir William Mitchell, undirofursti í kanadíska flughernum og yfirmaður flugsveitarinnar, en þann 13. júní hljóp hann Reykjanesbrautina, heila 46 kílómetra, til styrktar Umhyggju, félags langveikra barna. „Við vildum sýna þakklæti okkar í verki með því að gefa samfélaginu eitthvað til baka og því hafa liðsmenn sveitarinnar safnað fé fyrir Umhyggju.“ Upprunalega var markmiðið að safna 144 þúsund krónum svo markmið flughersins náðist.

 

Mitchell segir hlaupið hafa verið býsna erfitt en á sama tíma einstakt tækifæri til að láta gott af sér leiða fyrir þá sem á því þurfi að halda. „Það er afar mikilvægt að láta gott af sér leiða og aðstoða þegar maður getur og ég er mjög stoltur af því að hafa fengið tækifæri til þess,“ sagði Mitchell undirofursti, en hann lauk hlaupinu á fjórum klukkustundum, þrjátíu mínútum og 33 sekúndum.