Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Umhverfisverðlaunin 2013 í Grindavík afhent
Föstudagur 6. september 2013 kl. 09:34

Umhverfisverðlaunin 2013 í Grindavík afhent

Umhverfisverðlaun Grindavíkurbæjar voru afhent við athöfn á bæjarskrifstofunum í gær. Líkt og undanfarin ár var óskað eftir tilnefningum frá bæjarbúum og bárust fjölmargar ábendingar. Farið var í vettvangsferðir um ýmsa garða í síðasta mánuði og í framhaldi af því voru fegurstu garðarnir valdir, eins og lesa má um nánar hér.  

Við athöfnina í gær tilkynnti Þorsteinn Gunnarsson upplýsinga- og þróunarfulltrúi um verðlaunin en Marta Sigurðardóttir formaður skipulags- og umhverfisnefndar sá um að afhenda þau. Verðlaunahafar sögðu svo frá sinni uppbyggingu og var afar fróðlegt að heyra hvað þau höfðu að segja.


Verðlaun fyrir fallegan og gróinn garð: Staðarhraun 21, Hjörtfríður Jónsdóttir og Magnús Andri Hjaltason.



Verðlaun fyrir fallegan og gróinn garð: Staðarhraun 45, Viktoría Róbertsdóttir og Hreinn Halldórsson.


Verðlaun fyrir vel heppnaða viðgerð á gömlu húsi: Stafholt, Páll Jóhann Pálsson og Guðmunda Kristjánsdóttir.


Verðlaun fyrir snyrtilegasta fyrirtækið: HS Orka, Svartsengi.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024