Umhverfisverðlaun Reykjanesbæjar afhent
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjanesbæjar afhenti í síðustu viku umhverfisverðlaun Reykjanesbæjar fyrir árið 2004.
Afhendingin fór fram í bátasafni Gríms í Duushúsum og voru viðurkenningar veittar fyrir snyrtileg hús og garða.
Viðurkenningar hlutu:
Sóltún 11
Viðurkenning fyrir vel við haldið hús og garð til margra ára.
Eigendur: Margrét Gunnlaugsdóttir og Virgar Wardum.
Óðinsvellir 6
Viðurkenning fyrir snyrtilegan og fallegan frágang á húsi og lóð.
Eigendur: Bryndís Sævarsdóttir og Einar Þórarinn Magnússon
Grænás III
Viðurkenning fyrir snyrtilegt hús og fallega og vel hirta lóð
Mynd og texti af vef Reykjanesbæjar