Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Umhverfisverðlaun Reykjanesbæjar 2007
Föstudagur 31. ágúst 2007 kl. 16:21

Umhverfisverðlaun Reykjanesbæjar 2007

Umhverfis- og Skipulagssvið Reykjanesbæjar veitir viðurkenningar árlega fyrir góða umgengni í bæjarfélaginu.

 

Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í poppminjasafninu í Duus-húsum og að þessu sinni fá eftirtaldir þessa viðurkenningu:

Vilmar Guðmundsson
Uhverfisverðlaun fyrir áralanga tryggð við fuglana á Fitjum.

Kadeco
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar hefur með undravert skjótum hætti staðið að umbreytingu varnarsvæðis í gróskumikið mennta- og athafnasvæði.  Til þess hefur þurft margháttaða skipulagsvinnu svo á 6. hundrað íbúar gætu m.a. flutt inn á svæðið.  Helsta umhverfisbótin er því samfélagið sem þegar hefur tekist að skapa á Vallarheiði.

Verslunin Cabo ehf.
Fær verðlaun fyrir snyrtilegt og aðlaðandi umhverfi við verslunargötu.

Hreingerningamiðstöðin ehf. Iðavöllum.
Fær verðlaun fyrir snyrtilegt umhverfi í iðnaðarhverfi.

VF-mynd/Þorgils

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024