Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Umhverfisvænar útflutningstekjur í Helguvík
Miðvikudagur 29. febrúar 2012 kl. 16:51

Umhverfisvænar útflutningstekjur í Helguvík

Hringrás í Helguvík hefur skipað út fjölda farma af brotajárni síðustu ár frá Helguvíkurhöfn. Um síðustu helgi var skipað út frá Helguvík um 1.000 tonnum af brotjárni af endurvinnslu- og útflutningssvæði Hringrásar. Gjaldeyrisskapandi starfsemi Hringrásar í Helguvík hefur haft í för með sér mikla hagræðingu fyrir svæðið ásamt því að virðing og umgengni við umhverfið hefur breyst til betri vegar. Þar sem Hringrás vinnur allt hráefni á svæðinu er það flutt beint frá Helguvík í gegnum höfnina og stuðlar því að tekjumyndun og margfeldisáhrifum fyrir svæðið ásamt því að lágmarka akstur, slysahættu og útblástur.

Aukið samstarf á Suðurnesjum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hringrás hefur átt mjög gott samstarf við fyrirtæki á svæðinu í gengnum tíðina en Hringrás er þjónustuaðili Kölku á öllum gámasvæðum um allan brotamálm, raftæki o.s.frv. Nú hefur Bílastofa Davíðs hafið samstarf við Hringrás og Vöku um móttöku bíla á Suðurnesjum. Þetta samstarf er liður í að auka enn frekar þessa verðmætasköpun á svæðinu. Eru aðilar sem vilja koma ökutækjum í afskráningu og endurvinnslu hvattir til að skila bílum til úreldingar til Bílastofu Davíðs - Grófinni 7 og þannig hámarka verðmætasköpun og endurvinnslu fyrir svæðið.