Umhverfisvæn Suðurnes
Samband íslenskra sveitarfélaga og Umhverfisráðuneytið, hafa haft með sér samstarf sem miðar að því að aðstoða íslensk sveitarfélög við að koma sér upp Staðardagskrá 21 í samræmi við samþykktir Heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun, sem haldin var í Ríó 1992.Ákveðið hefur verið að halda verkefninu áfram, í lítið eitt breyttu formi, til ársloka 2000. Sveitarfélögin bera kostnað af ferðum verkefnastjórnar til einstakra sveitarfélaga, en annar kostnaður er greiddur af S.Í.S. og Umhverfisráðuneytinu.