Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 5. júlí 2000 kl. 12:37

Umhverfisvæn Suðurnes

Samband íslenskra sveitarfélaga og Umhverfisráðuneytið, hafa haft með sér samstarf sem miðar að því að aðstoða íslensk sveitarfélög við að koma sér upp Staðardagskrá 21 í samræmi við samþykktir Heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun, sem haldin var í Ríó 1992. Ákveðið hefur verið að halda verkefninu áfram, í lítið eitt breyttu formi, til ársloka 2000. Sveitarfélögin bera kostnað af ferðum verkefnastjórnar til einstakra sveitarfélaga, en annar kostnaður er greiddur af S.Í.S. og Umhverfisráðuneytinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024