Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Umhverfisspjöll eða fáviska?
Föstudagur 11. júlí 2008 kl. 10:31

Umhverfisspjöll eða fáviska?

Steinvörður við brúna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Umhverfið við brúna á milli heimsálfa á Reykjanesi hefur orðið fyrir barðinu á umhverfisspjöllum. Steinvörður bætast við í hverjum mánuði hlaðnar af vegfarendum sem vilja skilja eftir sig minnisvarða. Sumir virðast einnig hafa mikið fyrir því að velta þungu grjóti og koma því niður í gjánna til að skrifa nafnið sitt.

Brúin áður en umhverfisspjöllin hófust.


Hinni táknrænu álfubrú var komið fyrir yfir gjá sem myndast hefur við hreyfingar meginlandsflekanna sem mætast hér á landi. Gjáin er á því svæði sem flekaskilin ganga upp á landið en þau halda áfram frá Reykjanesi, norður fyrir land, og eru víða sýnileg.

Minnismerki í gjánni, nöfn ferðamanna.


Margir ferðamenn koma við á Reykjanesi til að ganga yfir brúna og er á Upplýsingamiðstöð Reykjaness hægt að fá viðurkenningarskjal þess efnis að viðkomandi "hafi gengið á milli heimsálfa".
Margir ferðamenn hlaða vörðurnar og halda að það sé viðurkennd hefð á svæðinu. Blaðamaður Vf hitti hjón sem voru að hlaða litla vörðu „Rocky mountain“á svæðinu við brúna. Ánægjan og eftirvæntingin var í hámarki þegar hafist var handa við að finna grjót í hleðsluna.
Hvernig er hægt að taka ánægjuna af ferðmönnum sem koma langan veg til að hlaða steinvörðu? Spurning um að búa til sérstakan stað þar sem ferðamenn geta byggt vörður og látið náttúrulegt umhverfi við útsýnisstaði í friði.
i[email protected]