Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Umhverfissóði losaði rusl á röngum stað
    Hluti af rusli á svæðinu. Myndir GJS/Sveitarfélagið Garður
  • Umhverfissóði losaði rusl á röngum stað
Mánudagur 27. október 2014 kl. 16:10

Umhverfissóði losaði rusl á röngum stað

– Sérstakt framferði og alls ekki til fyrirmyndar

Umhverfissóði gerði vart við sig á losunarsvæði fyrir lífrænan úrgang í Garði fyrir helgi. Sérstakt svæði er ofan við byggðina í Garði þar sem íbúum í Garði býðst að losa lífræanan úrgang eða aflklippur af trjám, hey og jarðvegsafgang eins og möl, mold og grjót. Staðurinn er vel merktur og ætti ekki að misskiljast hverslags úrgang um er að ræða, segir á vef Sveitarfélagsins Garðs.

Sl. föstudag mættu starfsmenn áhaldahússins á svæðið og var þá búið að losa úrgang á svæðinu sem seint getur talist til lífræns úrgangs.

Öllum ber saman að um mjög sérstakt framferði sé að ræða og alls ekki til fyrirmyndar. Ef einhverjir hafa verið varir við bílferðir á svæðinu frá kl. 17:00 sl. fimmtudag, og fram til kl. 08:00 á föstudagsmorgun eða kannast við rusl af myndum og vita hver eigandinn er, mættu þeir hinir sömu koma ábendingum á starfsmenn í áhaldahúsi Garðs eða lögreglu svo hægt sé að koma „lífræna“ úrganginum aftur til eiganda, eins og segir á vef sveitarfélagsins.




 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024