Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 13. júlí 1999 kl. 19:30

UMHVERFISRÁÐHERRA AÐSTOÐAR BLÁA HERINN

Blái herinn hefur hreinsað 10 tonn af rusli úr sjó . Ástandið við Keflavíkur-höfn hrikalegt -segir Tómas Knútsson Sif Friðleifsdóttir umhverfisráðherra afhenti í síðasta mánuði, f.h. Bláa hersins, hafnarstjóranum í Keflavík, Pétri Jóhannsyni, þakkarbréf fyrir veitta aðstoð við hreinsunarátak Bláa hersins í höfnum Hafnarsamlags Suðurnesja. Einnig afhenti Sif Hafnarsamlaginu 300 kg. akkeri til varðveislu. Akkerið, sem Tómas Knútsson og liðsmenn hann hífðu úr sjó, er járnstokkaakkeri frá 4. áratugnum og var meðal gömlu legufærunum fyrir utan Keflavík. Tíu tonn af sjávarbotni Tómas Knútsson sagði starfi Bláa hersins er ekki lokið en nú þegar hefði 10 tonnum af ýmiss konar rusli verið hreinsuð af botni sjávar. „Ég fór nýlega niður í höfnina í Keflavík og er ástandið vægast sagt slæmt, sérstaklega við enda bryggjunnar. Þar úir og grúir af rafgeymum, reiðhjólum og fleiri munum. Sá ég t.d. eitt af hinum gulu hjólum Reykjanesbæjar og kemur það upp í næsta hreinsunarátaki.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024