Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Umhverfismiðstöð kemur lifandi jólatrám til förgunar
Föstudagur 4. janúar 2019 kl. 05:00

Umhverfismiðstöð kemur lifandi jólatrám til förgunar

Umhverfismiðstöð Reykjanesbæjar býður upp á hirðingu lifandi jólatrjáa frá íbúum og kemur þeim til förgunar. Hringja þarf í síma 420 3200 og óska eftir þjónustunni, sem verður á boðstólnum dagana 7. - 11. janúar. Íbúar þurfa að koma trénu fyrir utanhúss á sýnilegum stað vilji þeir nýta þjónustu Umhverfismiðstöðvar.
 
Umhverfismiðstöð Reykjanesbæjar er opin kl. 07:00 - 16:00 mánudaga til fimmtudaga og kl. 07:00 - 12:30 föstudaga.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024