Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 19. apríl 2002 kl. 16:39

Umhverfismál tekin föstum tökum í Vogum

Þann 25.apríl næstkomandi verður haldið upp á dag umhverfisins um allt land.  Vogamenn ætla ekki að vera eftirbátar annarra í þeim efnum sem öðrum og í samráði við íbúana verður haldið upp á þennan dag.Besta leiðin til að halda slíkan dag er að gera eitthvað fyrir umhverfið, okkar umhverfi.  Hugmyndin er að hreinsa fjöruna, ganga fjöruna frá skólanum út að Stapa og hreinsa eins mikið af rusli í burtu og við getum þannig að fjaran verði snyrtileg og okkur og umhverfi okkar til sóma. Svo þegar  búið verður að hreinsa verður boðið upp á pulsur og kók þannig að allir verði saddir og sáttir við sig og umhverfi sitt.
Reiknað er með að þetta taki 2-3 tíma, en nánari tímasetning mun liggja fyrir þegar nær dregur.  Vonast er eftir almennri þátttöku almennings til að gera sameiginlega umhverfið snyrtilegt og fallegt svo það verði enn snyrtilegra og meira aðlaðandi..
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024