Umhverfismál Reykjanesbæjar til sóma segir umhverfisráðherra
Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra, sagði við formlega opnun á fráveitumannvirkjum í Reykjanesbæ nú síðdegis að Reykjanesbær væri framarlega umhverfismálum á Íslandi og umhverfismál í sveitarfélaginu væru bæjarbúum til mikils sóma.Nú stendur yfir opnunarathöfn á fráveitukerfi Reykjanesbæjar, sem er umhverfisframkvæmd upp á um hálfan milljarð króna en verkið er samstarfsverkefni Reykjanesbæjar og Varnarliðsins sem greiðir rúman helming kostnaðar við þann áfanga framkvæmdarinnar sem er formlega opnaður í dag.
Umhverfisráðherra opnaði fráveituna með táknrænum hætti um kvöldmatarleitið í hreinsi- og dælustöð við svokallað Bolafljót í Njarðvík.
Umhverfisráðherra opnaði fráveituna með táknrænum hætti um kvöldmatarleitið í hreinsi- og dælustöð við svokallað Bolafljót í Njarðvík.