Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Umhverfisdagar Grindavíkur á næsta leiti
Mynd af vef Grindavíkurbæjar.
Föstudagur 26. maí 2017 kl. 10:45

Umhverfisdagar Grindavíkur á næsta leiti

Umhverfisdagar í Grindavík munu hefjast þegar Blái herinn mætir og hreinsar svæðið í kringum Brimketil laugardaginn 27. maí. Þá munu sjálfboðaliðar frá UMFS aðstoða við hreinsunina á slaginu 10.

Einnig um vinnuskólinn hreinsa beð, tína rusl og hreinsa bæinn almennt fyrir Sjóarann síkáta sem verður helgina 9.- 11. júní. Götusópari mun einnig keyra um götur bæjarins í vikunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fram kemur á heimasíðu Grindavíkur að móttökustöð Kölku við Nesveg sé opin alla virka daga milli 17:00 og 19:00 og á laugardögum milli 12:00 og 17:00. Megnið af öllum úrgangi frá heimilum sé gjaldfrjáls. Þá sé móttökusvæðið fyrir garðúrgang við Nesveg alltaf opið og öll losun þar gjaldfrjáls.