Umhverfisátak UMFÍ og Pokasjóðs
Ungmennafélag Íslands og Pokasjóður eru þessa dagana að fara af stað með umhverfisverkefni.
Verkefnið felst í því að vekja landsmenn til umhugsunar um gildi þess að ganga vel um umhverfið og eru þeir hvattir til að taka þátt í verkefninu með því að fara út og tína rusl, í merkta ruslapoka sem þeir fá senda heim.
Verkefninu er ætlað að vera bæði forvarnarstarf sem og framkvæmdarátak. Verkefnið er auglýst svohljóðandi: Þjóðartilþrif með Ungmennafélagi Íslands og Pokasjóði. „Látum greipar sópa umhverfið“.
Stefnt er að því að senda pokana inn á öll heimili í landinu í byrjun júlí.
Umhverfisverkefnið verður auglýst í fjölmiðlum bæði áður en pokarnir detta inn um lúguna og eins verður verkefninu fylgt vel eftir með umfjöllun og auglýsingum um allt land í sumar.