Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Umhverfisátak í Reykjanesbæ hefst á morgun
Miðvikudagur 18. ágúst 2004 kl. 11:40

Umhverfisátak í Reykjanesbæ hefst á morgun

Síðustu tvö ár hefur Reykjanesbær, í samvinnu við Hringrás hf, Njarðtak hf, Sorpeyðingarstöð Suðurnesja, Bláa herinn, fyrirtæki og íbúar Reykjanesbæjar staðið fyrir sérstöku umhverfisátaki í sveitarfélaginu og svo verður einnig í ár.
Markmið átaksins er að gera Reykjanesbæ að hreinni bæ með því að hreinsa málma og annað rusl innan bæjarmarka.
Þjónustumiðstöð Reykjanesbæjar sími 421-1552 mun taka á móti ábendingum um hvar málma og annað rusl er að finna og kemur ábendingum til tengiliða verkefnisins.
Sérstakir gámar verða settir upp vegna átaksins á lóð Hringrásar í Helguvík. Því er mikilvægt að fyrirtæki nýti sér þá á þessum tíma, þeim að kostnaðarlausu.
Átakið byrjar formlega fimmtudaginn 19. ágúst kl. 18.00 og stefnt er að því að ljúka því fyrir 3. september.
Íbúar og fyrirtækjaeigendur eru hvattir til vera virkir í átakinu með því að benda á það sem betur má fara í umhverfinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024