Umhverfisátak í Reykjanesbæ
Reykjanesbær, í samvinnu við Hringrás hf, Njarðtak hf, Sorpeyðingarstöð Suðurnesja, Bláa herinn, fyrirtæki og íbúa Reykjanesbæjar, mun standa fyrir sérstöku umhverfisátaki frá fimmtudeginum 8. ágúst n.k. þar sem markmiðið er að hreinsa jaðra Reykjanesbæjar af öllum málmum og öðru rusli er gæti hafa safnast upp. Þegar hafa verið tilgreind hreinsunarsvæði og sérstök verkefni í átakinu, en einnig er óskað eftir ábendingum íbúa.
Eftirtalin hreinsunarsvæði eru:
Svæði 1 Helguvík að Njarðvíkurhöfn auk iðnaðarsvæða.
Svæði 2 Njarðvíkurhöfn að Stekkjarkoti auk iðnaðarsvæða.
Svæði 3 Frá Stekkjarkoti að Vogastapa og Hafnir auk iðnarðarsvæða.
Þjónustumiðstöð Reykjanesbæjar sími 421-1552 mun taka á móti ábendingum um hvar málma og annað rusl er að finna og kemur ábendingum til tengiliða verkefnisins.
Sérstakir gámar verða settir upp vegna átaksins sem ætlaðir eru undir járnarusl. Því er mikilvægt að fyrirtæki nýti sér þá á þessum tíma, þeim að kostnaðarlausu.
Átakið byrjar formlega fimmtudaginn 8. ágúst kl. 18.00 en stefnt er að því að ljúka því fyrir 1. september.
Íbúar og fyrirtækjaeigendur eru hvattir til að skrá sig í átakið hjá Þjónustumiðstöð og taka þátt ýmist með því að taka til í sínu nánasta umhverfi eða mæta í hópátak, á tilgreindum stöðum sem Þjónustumiðstöð bendir á. Þjónustumiðstöð Reykjanesbæjar veitir allar nánari upplýsingar um staðsetningu gáma og fyrirkomulag átaksins.
F.h Umhverfisátaks í Reykjanesbæ,
Árni Sigfússon
bæjarstjóri
Eftirtalin hreinsunarsvæði eru:
Svæði 1 Helguvík að Njarðvíkurhöfn auk iðnaðarsvæða.
Svæði 2 Njarðvíkurhöfn að Stekkjarkoti auk iðnaðarsvæða.
Svæði 3 Frá Stekkjarkoti að Vogastapa og Hafnir auk iðnarðarsvæða.
Þjónustumiðstöð Reykjanesbæjar sími 421-1552 mun taka á móti ábendingum um hvar málma og annað rusl er að finna og kemur ábendingum til tengiliða verkefnisins.
Sérstakir gámar verða settir upp vegna átaksins sem ætlaðir eru undir járnarusl. Því er mikilvægt að fyrirtæki nýti sér þá á þessum tíma, þeim að kostnaðarlausu.
Átakið byrjar formlega fimmtudaginn 8. ágúst kl. 18.00 en stefnt er að því að ljúka því fyrir 1. september.
Íbúar og fyrirtækjaeigendur eru hvattir til að skrá sig í átakið hjá Þjónustumiðstöð og taka þátt ýmist með því að taka til í sínu nánasta umhverfi eða mæta í hópátak, á tilgreindum stöðum sem Þjónustumiðstöð bendir á. Þjónustumiðstöð Reykjanesbæjar veitir allar nánari upplýsingar um staðsetningu gáma og fyrirkomulag átaksins.
F.h Umhverfisátaks í Reykjanesbæ,
Árni Sigfússon
bæjarstjóri