Bilakjarninn
Bilakjarninn

Fréttir

Umhverfisáðuneytið tekur kæru Landverndar til efnislegrar umfjöllunar
Fimmtudagur 31. janúar 2008 kl. 11:47

Umhverfisáðuneytið tekur kæru Landverndar til efnislegrar umfjöllunar

Umhverfisráðuneytið hyggst taka til efnislegrar umfjöllunar kæru Landverndar vegna þeirrar ákvörðunar Skipulagsstofnunar að nýta ekki lagaheimildir hennar um heildarmat á umhverfisáhrifum vegna álvers í Helguvík.
Í áliti sínu komst Skipulagsstofnun að þeirri niðurstöðu að fyrirhugað álver í Helguvík myndi ekki valda verulega neikvæðum og óafturkræfum áhrifum á umhverfi eða samfélag, „með fyrirvara um umhverfisáhrif tengdra framkvæmda," eins og það var orðað í umsögn hennar.

Landvernd telur eðlilegt að við framkvæmdir sem þessar séu matsskyldar framkvæmdir, sem háðar eru hver annarri, metnar sameiginlega í lögformlegu umhverfismati. Landvernd krafðist þess að álit Skipulagsstofnunar yrði ógilt og að fram færi lögformlegt umhverfismat á framkvæmdunum í heild sinni, þ.e. álveri, flæðigryfju og hafnarframkvæmdum, háspennulínum og fyrirhuguðum virkjunum s.s. í Krýsuvík, Trölladyngju og við Ölkelduháls.

Umhverfisráðuneytið  óskaði eftir umsögnum þeirra sveitarfélaga sem málið varðar. Bæjarráðin í Vogum og Hveragerði taka í sínum umsögnum undir sjónarmið Landverndar.
Bæjarstjórn Ölfuss kaus hins vegar að nýta sér ekki umsagnarrétt um málið.


Bílakjarninn
Bílakjarninn