Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Umhverfis- og skólamál brenna á Garðmönnum
Sunnudagur 4. mars 2007 kl. 15:18

Umhverfis- og skólamál brenna á Garðmönnum

Mest var rætt um skóla- og umhverfismál á íbúafundi sem haldinn var um framtíðarsýn Sveitarfélagsins Garðs, sem haldinn var á Garðskaga á dögunum. Um sjötíu bæjarbúar mættu á fundinn, þar sem sýn bæjarins fyrir árin 2007-2010 var kynnt.

Bæjarbúar hafa áhyggjur af því að Gerðaskóli stækki ekki nógu hratt miðað við fjölgun íbúa. Bæjarstjórn ætlar sér þó að halda áfram uppbyggingu við skólann og á þessu ári verður ráðist í byggingu tveggja kennslustofa. Á næsta ári verða aðrar tvær stofur byggðar og árin 2009-2010 verða fimm til átta stofur byggðar.

Að sögn Oddnýjar Harðardóttur, bæjarstjóra í Garði, verða nýbyggingar tengdar íþróttamiðstöðinni og á tveimur hæðum að hluta.

Af umhverfismálum í Garði má nefna þau verkefni að ráðist verður í malbikun afleggjara í Út-Garði í sumar, auk gatnagerðar við svokallaða Herragarða, í Nýjalandi, Kjóalandi og í nýju hverfi ofan Garðvangs.

Þá verður í sumar ráðist í lagfæring á fráveitukerfi sveitarfélagsins. Verður 20 milljónum króna varið í ár í fráveitumál við Gerðaveg. Gert er ráð fyrir 20 milljónum á árin næstu árin í fráveitumál en þar er mikil vinna framundan til að uppfylla kröfur sem settar eru fram í lögum sem sveitarfélagið þarf að standast.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024