Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Umhleypingar næstu daga
Mánudagur 2. febrúar 2015 kl. 06:31

Umhleypingar næstu daga

Norðvestan 8-13 m/s og él við Faxaflóa, en minnkandi norðan átt og léttir til á morgun. Frost 1 til 10 stig.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Norðvestan 5-10 m/s, dálítil él og hiti við frostmark. Lægir smám saman í dag, léttir til og kólnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Suðlæg átt, 8-13 m/s, víða bjartviðri og talsvert frost, en hvessir og þykknar upp seinni partinn, slydda eða snjókoma V-til um kvöldið og hlýnar heldur í veðri.

Á miðvikudag:
Suðvestan 10-18 m/s, hvassast NV-til. Él á V-verðu landinu, en úrkomulítið fyrir austan. Frost 0 til 5 stig, en víða frostlaust við sjóinn.

Á fimmtudag:
Allhvöss suðvestanátt og dálítil slydda eða rigning, en þurrt að mestu A-lands. Hiti 0 til 7 stig.

Á föstudag:
Suðvestanhvassviðri, skúrir eða él og kólnar í veðri.

Á laugardag:
Ákveðin vestanátt, slyddu eða snjókomu með köflum og fremur svalt í veðri.

Á sunnudag:
Útlit fyrir suðvestanátt með rigningu, einkum S- og V-lands og hlýnar.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024