Umhleypingar framundan
Suðvestan 8-15 m/s og éljagangur við Faxaflóa. Heldur hvassari í nótt og framan af morgundegi. Hiti um og undir frostmarki.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðvestan 8-13 m/s og éljagangur, en 10-15 um tíma í nótt og framan af morgundegi. Hiti um og undir frostmarki.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag: Gengur í allhvassa eða hvassa austan átt með snjókomu eða slyddu, en snýst í suðvestan 15-23 m/s síðdegis, fyrst suðvestantil með slyddu eða rigningu og hlýnar í veðri.
Á fimmtudag: Minnkandi suðvestan átt og léttir til fyrripart dags, en gengur í norðaustan og síðar norðan átt með snjókomu um landið austanvert síðdegis. Kólnandi veður.
Á föstudag (Þorláksmessa): Ákveðin vestlæg átt með éljum, en úrkomulítið um landið austanvert. Frost víða 0 til 5 stig.
Á laugardag (aðfangadagur jóla): Hvöss suðaustan átt og slydda eða rigning, en úrkomulítið norðaustantil. Vestlægari og él síðdegis. Hiti kringum frostmark.
Á sunnudag (jóladagur): Líkur á suðvestanátt með éljagangi, en úrkomulaust A-lands. Kólnar í veðri.