Umferðin í FLE eykst um 60% á aðfangadag
40 flugvélar lenda á aðfangadag
Von er á að 40 flugvélar lendi á Keflavíkurflugvelli á aðfangadag. Það mun vera 60% aukning frá því í fyrra. Frá árinu 2014 er aukningin ríflega þreföld. Morgunblaðið greinir frá.
„Áramótin hafa verið mjög vinsæl meðal erlendra ferðamanna undanfarin ár en jólin eru alltaf að verða eftirsóknarverðari og sjáum við fram á töluverða aukningu í ár,“ segir Skapti Arnar Ólafssonar, upplýsingafulltrúa Samtaka ferðaþjónustunnar, í samtali við Morgunblaðið.
Í desember í fyrra komu 71 þúsund ferðamenn til landsins, en árið þar á undan voru þeir 54 þúsund. Talan í ár gæti numið í kringum 100 þúsund manns.