Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 30. september 1999 kl. 23:22

UMFERÐATEPPUR VIÐ GRUNNSKÓLA BÆJARINS

Vandamál hafa skapast við grunnskóla bæjarins á annatímum því margir foreldrar aka börnum sínum bókstaflega upp að dyrum, þó að þeir viti vel að akstur á skólalóð sé bannaður. Af þessum sökum skapast þó nokkur hætta fyrir litlu krílin sem fara þennan spöl fótgangandi. Sunnubraut, framan við Holtaskóla, er sérstaklega slæmur staður, hvað þetta varðar, því þar fara fjölbrautaskólanemar einnig um í stríðum straumum. Skipulags-og byggingarnefnd hefur því mælst til þess að Sunnubraut verði lokað við þrenginguna milli Holtaskóla og Íþróttahúss. Einnig hefur komið til umræðu hjá bæjarstjórn Reykjanesbæjar að loka Sunnubrautinni, við skólana, alveg að degi til.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024