Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 25. september 2000 kl. 11:24

Umferðaslys og skemmdarverk um helgina

Að sögn lögreglunnar í Keflavík var síðastliðin helgi tiltölulega róleg. Umferðaróhapp varð á Stekk um kl. tvö sl. laugardag. Kona keyrði í veg fyrir bíl sem var á leið vestur Reykjanesbraut. Farþegar og ökumenn beggja bílanna voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Bílarnir voru óökuhæfir eftir áreksturinn og þurfti að fjarlægja þá af vettvangi með dráttarbifreið. Nokkrir piltar tóku sig til rétt fyrir klukkan fimm á aðfaranótt sunnudags og veltu bíl á hliðina sem stóð utan við N1 barinn í Keflavík. Bíllinn skemmdist töluvert og lögreglan leitar nú pörupiltanna. Eldur logaði í bifreið sem stóð við íbúðarhús í Vogunum sl. sunnudagskvöld. Lögregla og slökkvilið B.S. fór á staðinn og slökkti eldinn. Talið er að kveiknað hafi í út frá rafmagni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024