UMFERÐASLYS Á REYKJANESBRAUT
Hörmulegt umferðaslys varð á Reykjanesbraut við Vogaafleggjara s.l. föstudag. Allt tiltækt lögreglulið var sent á vettavang og sjúkrabifreiðar og tækjabíll frá Brunavörnum Suðurnesja. Ungur maður var fluttur lífshættulega slasaður á Sjúkrahús Reykjavíkur í Fossvogi.Þarna hafði tveimur bílum lent saman, fólksbíl og flutningabifreið frá Eimskip. Slæmt skyggni var þennan dag og talið er að ökumaður fólksbílsins hafi blindast af snjókófi, en hann var næsti bíll á eftir snjóplógnum. Hann fór yfir á öfugan vegarhelming með þeim afleiðingum að hann lenti framan á flutningabifreiðinni sem kom úr gagnstæðri átt. Ökumaður fólksbílsins slasaðist mikið, hlaut m.a. beinbrot á útlimum og andliti og innvortis blæðingar. Ökumaður flutningabílsins slasaðist á hendi.