Umferðartafir vegna áreksturs
Harður árekstur varð á mótum Reykjanesbrautar og Hafnarvegar á áttunda tímanum í morgun.Þar rákust saman tveir bílar og svo virðist sem snjóplógur hafi einnig snert annan bílinn. Reykjanesbrautin hefur verið lokuð frá Grænási og að Hafnavegi í rúma klukkustund vegna slyssins. Ekki liggja fyrir nánari fréttir af slysinu eða meiðslum á fólki.








