Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Umferðarstofa: Óásættanlegur frágangur á bensínbrúsum
Mánudagur 25. júlí 2005 kl. 13:26

Umferðarstofa: Óásættanlegur frágangur á bensínbrúsum

Sigurður Helgason, verkefnisstjóri hjá Umferðarstofu, segir frágang á sjö bensínbrúsum á jeppabifreið Varnarliðsmanns vera óásættanlegan. Hins vegar er ekkert í reglum sem bannar þessa flutninga á eldsneyti.
Þegar menn eru komnir með 175 lítra af bensíni í brúsum óvarða á afturstuðara bifreiðar þá kallar það sjálfkrafa á skoðun á þessum málum, segir Sigurður í samtali við Víkurfréttir. Ekki þyrfti að spyrja að leikslokum ef bifreið með þetta magn af óvörðu eldsneyti lenti í árekstri. Það myndi bæði skapa mikla sprengingu og gríðarlegt eldhaf.
Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, sagðist hafa mætt umræddum jeppa í umferðinni í gærkvöldi og frágangur bensínbrúsanna hafi vakið athygli hans. "Það sem sést á þessari mynd er óhefðbundið og ég reikna með að við gerum athugasemdir við þetta tiltekna dæmi," sagði Jóhann.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024