Mánudagur 11. mars 2002 kl. 08:27
				  
				Umferðarslys og hraðakstur
				
				
				Eitt umferðaróhapp varð í umdæmi lögreglunnar í Keflavík í gærkvöldi. Árekstur varð í Njarðvík. Ekki urðu slys á fólki.Þá var einn ökumaður tekinn fyrir of hraðan akstur í nótt og var hann stöðvaður á 135 km. hraða þar sem leyfilegt er að aka á 90 km. hraða á klukkustund.