Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Umferðarslys í slæmri færð í Hvassahrauni
Laugardagur 11. mars 2006 kl. 01:39

Umferðarslys í slæmri færð í Hvassahrauni

Umferðarslys varð skömmu fyrir miðnætti á mislægum gatnamótum á Reykjanesbraut í Hvassahrauni. Þar missti ökumaður stjórn á bifreið sinni með þeim af leiðingum að hún hafnaði á vegriði og skemmdist talsvert.

Lögreglubílar úr Hafnarfirði og Keflavík voru sendir á vettvang, auk sjúkrabíla. Ekki munu hafa orðið alvarleg meiðsl á fólki.

Akstursskilyrði á Reykjanesbraut voru erfið þegar slysið átti sér stað. Talsvert hafði snjóað og var nokkur snjór á brautinni þegar slysið átti sér stað.

Umferð var beint niður fyrir mislægu gatnamótin á meðan lögregla athafnaði sig á vettvangi slyssins.

Mynd: Frá vettvangi umferðarslyssins seint í gærkvöldi.

VF/Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024