Umferðarslys á Reykjanesbraut
Umferðarslys varð á Reykjanesbraut til móts við húsnæði Kaffitárs á þriðja tímanum í dag þar sem fólksbifreið valt út af veginum og hafnaðí á toppnum. Ekki er vitað um slys á fólki en sjúkrabíls og tækjabíll Brunavarna Suðurnesja komu á vettvang. Lögreglan er enn að störfum á slysstað og er frekari frétta að vænta af slysinu síðar í dag.
VF-mynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson