Umferðarslys á Reykjanesbraut
Umferðarslys varð á Reykjanesbraut á Strandarheiði á fimmta tímanum. Bifreið var ekið útaf brautinni á móts við tengingu tvöfaldrar Reykjanesbrautar við brautina innan við Voga. Svo virðist sem ökumaður hafi misst bifreiðina útaf á hárri malbiksbrún en bifreiðin stöðvaðist eftir að hafa farið yfir malarhrúgu. Ökumaður slasaðist ekki alvarlega en var þó fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús.
Tveir sjúkrabílar voru sendir á vettvang, auk lögreglunnar í Keflavík.