Umferðarslys á Reykjanesbraut
Umferðarslys varð á Reykjanesbraut á níunda tímanum í morgun. Ökumenn beggja bifreiða voru fluttir á sjúkrahús þar sem þeir kvörtuðu undan eymslum í hálsi.Áreksturinn varð á Vogastapa. Maðurinn sem meira slasaðist var á leið til Keflavíkur en hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild í Fossvogi í Reykjavík. Hinn var fluttur til aðhlynningar og skoðunar á heilbrigðisstofnun Suðurnesja, en fékk svo að fara heim. Draga þurfti báða bílana af vettvangi með kranabifreið og voru þeir báðir mikið skemmdir.
Að sögn lögreglunnar í Keflavík voru tildrög slyssins þau að ökumaður bifreiðarinnar sem var á leið til Keflavíkur missti stjórn á henni í snjókrapi. Bíllinn fór þversum á veginum og lenti framan á hinum bílnum. Þá voru nokkrir ökumenn sektaðir fyrir hraðakstur í umdæmi Keflavíkurlögreglunnar í dag.
Að sögn lögreglunnar í Keflavík voru tildrög slyssins þau að ökumaður bifreiðarinnar sem var á leið til Keflavíkur missti stjórn á henni í snjókrapi. Bíllinn fór þversum á veginum og lenti framan á hinum bílnum. Þá voru nokkrir ökumenn sektaðir fyrir hraðakstur í umdæmi Keflavíkurlögreglunnar í dag.