UMFERÐARSKÓLINN FRAMUNDAN
Lögreglan í Keflavík, Umferðarráð og Bæjar- og sveitarfélögin á Suðurnesjum starfrækja umferðarskóla fyrir 5 (fædd 1994) og 6 ára (fædd 1993) börn svæðisins dagana 7. til 10. júní. Umferðarskólinn framundanLögreglan í Keflavík, Umferðarráð og Bæjar- og sveitarfélögin á Suðurnesjum starfrækja umferðarskóla fyrir 5 (fædd 1994) og 6 ára (fædd 1993) börn svæðisins dagana 7. til 10. júní. Lögð verður áhersla á umferðarreglur fyrir gangandi fólk og nauðsynlegan öryggisbúnað. Gert er ráð fyrir að hvert barn mæti tvo daga í röð, klukkustund í senn. Foreldrar eru hvattir til að taka þátt í skólanum með börnum sínum og sinna síðan raunþjálfun á mikilvægustu reglunum þó ljóst sé að börnin þurfi enn á vernd og eftirliti foreldranna. Þá verður sögð leikbrúðusagan af Siggu og skessunni í umferðinni og sýndar fróðlegar og skemmtilegar kvikmyndir, t.d. um umferðarálfinn Mókoll.Í Njarðvík og Keflavík verður kennt tvisvar sama daginn og mælst til þess að 5 ára börn mæti fyrir hádegi og þau 6 ára eftir hádegi. Aðsókn að umferðarskólanum hefur jafnan verið mjög og er það von aðstandenda að svo verði einnig að þessu sinni og öryggi þessarar kynslóðar barna aukist í umferðinni.