Umferðaröryggi við Norðurvelli bætt í sumar
Umferð á Norðurvöllum í Keflavík jókst gríðarlega eftir að Norðurvellir opnuðust í báða enda. Eins er hún mun hraðari en lög gera ráð fyrir, segir íbúi í hverfinu sem spurt hefur bæjaryfirvöld um hvort og þá hvernig á að bregast við breyttum aðstæðum.„Fyrir rúmum tveimur árum gekk undirskriftarlisti hér um Vallarhverfi, varðandi óskir um hraðhindranir og/ eða merktar gangbrautir. Bæjarstjóra var formlega afhentur þessi listi með fjölda nafna ( 100-200 nöfn) sem skoruðu á bæjaryfirvöld að bregðast skjótt við þar sem Heiðarskóli var að hefja starfsemi sýna og hverfið ofan skóla mjög barnmargt og umferð á Norðurvöllum jókst gríðarlega eftir að Norðurvellir opnuðust í báða enda, eins er hún mun hraðari en lög gera ráð fyrir.
Hefur verið tekin ákvörðun um hvort og þá hvernig á að bregast við breyttum aðstæðum?,“ spyr íbúi í Vallahverfi í Keflavík
Umhverfis- og tæknisvið svarar:
Á síðasta ári var samþykkt nýtt umferðaskipulag fyrir Reykjanesbæ, samkvæmt hinu nýja umferðakipulagi munu Norðurvellir verða gerðir að 30 km götu. Þar sem ekið verður inn á svokallaðar 30 km götur verða sett upp 30 km hlið, í þessu tilfelli við Aðalgötu og Heiðarberg.
30 km hlið merkir upphækkun ásamt mjög greinilegri merkingu sem gefur til kynna að ekið sé inná götu með 30 km hámarkshraða.
Þessi breyting mun auka öryggi vegfarenda til mikilla muna.
Ekki hefur verið gerð framkvæmdaáætlun um hvernig staðið verður að breytingum sem nauðsynlegt er að gera samfara nýju umferðaskipulagi, en breytingar þessar eru mjög kostnaðarsamar.
Ákveðið hefur verið að bæta umferðaöryggi við Norðurvelli strax í sumar, t.d. með upphækkaðri gangbraut í tenglsum við aðal hjóla- og gangstígakerfi bæjarins.
Hefur verið tekin ákvörðun um hvort og þá hvernig á að bregast við breyttum aðstæðum?,“ spyr íbúi í Vallahverfi í Keflavík
Umhverfis- og tæknisvið svarar:
Á síðasta ári var samþykkt nýtt umferðaskipulag fyrir Reykjanesbæ, samkvæmt hinu nýja umferðakipulagi munu Norðurvellir verða gerðir að 30 km götu. Þar sem ekið verður inn á svokallaðar 30 km götur verða sett upp 30 km hlið, í þessu tilfelli við Aðalgötu og Heiðarberg.
30 km hlið merkir upphækkun ásamt mjög greinilegri merkingu sem gefur til kynna að ekið sé inná götu með 30 km hámarkshraða.
Þessi breyting mun auka öryggi vegfarenda til mikilla muna.
Ekki hefur verið gerð framkvæmdaáætlun um hvernig staðið verður að breytingum sem nauðsynlegt er að gera samfara nýju umferðaskipulagi, en breytingar þessar eru mjög kostnaðarsamar.
Ákveðið hefur verið að bæta umferðaöryggi við Norðurvelli strax í sumar, t.d. með upphækkaðri gangbraut í tenglsum við aðal hjóla- og gangstígakerfi bæjarins.