Umferðaröngþveiti við skólana
Talsvert umferðaröngþveiti er við grunnskólana í Reykjanesbæ núna eftir hádegið. Margir foreldrar hafa greinilega hugsað hlýtt til barna sinna og ákveðið að sækja þau í skólann, enda veður afleitt og mikil rigning.Þannig frétti blaðið af örtröð við Heiðarskóla þar sem í raun allt sat fast í bílatraffík bæði framan við skólann og við inngang sem er við Heiðarból.