Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Umferðaróhöpp um helgina
Mánudagur 24. mars 2014 kl. 11:14

Umferðaróhöpp um helgina

Fjórir virtu ekki stöðvunarskyldu.

Tvær bifreiðir skullu saman á Grindavíkurvegi í gærmorgun. Ökumenn voru báðir í öryggisbeltum og sakaði þá ekki.

Þá var lögreglan á Suðurnesjum kölluð út um helgina vegna umferðaróhapps við Krossmóa. Þar hafði bifreið verið ekið inn í hlið annarrar bifreiðar. Engin slys urðu á fólki.

Loks voru fjórir ökumenn staðnir að því að virða ekki stöðvunarskyldu. Einn þeirra var ekki með ökuskírteini meðferðis og ökuréttindi annars voru fallin úr gildi.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024