Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 14. desember 2002 kl. 19:22

Umferðaróhöpp í Keflavík í gær

Fjögur minniháttar umferðaróhöpp urðu í Keflavík í gær en engin meiðsl urðu á fólki. Árekstrar urðu á Mávabraut og á horni Hringbrautar og Aðalgötu auk þess sem keyrt var á kyrrstæða bíla við Samkaup og í Grænási. Í dag hefur hins vegar verið rólegt á vaktinni samkvæmt upplýsingasíma lögreglunnar.Þá tilkynnti vegfarandi til Neyðarlínunnar í gærkvöldi þegar ráðist var á mann við Hafnargötu í Keflavík. Lögreglan kannaði málið, en ekki er frekari fréttir að hafa af því máli.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024