Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Umferðaróhöpp á Reykjanesbrautinni
Laugardagur 9. febrúar 2008 kl. 12:26

Umferðaróhöpp á Reykjanesbrautinni

Umferðaróhapp varð á Reykjanesbraut á Strandarheiði í gærmorgun, þar sem ökumaður jeppabifreiðar missti vald á henni vegna hálku á veginum.  Tveir aðilar í bifreiðinni og sakaði þá ekki.  Fjarlægja varð bifreiðina með dráttarbifreið af vettvangi.

Þá varð bílvelta  á Reykjanesbrautinni rétt austan við Vogaveg í gær er ökumaður jeppabifreiðar missti stjórn á henni á hálkubletti.  Við óhappið lenti bifreiðin utna vegar og hafnaði á toppnum.  Ökumaður, sem var einn í bifreiðinni var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar.  Hann reyndist  lítið meiddur og fékk að fara heim að lokinni skoðun.  Bifreiðin skemmdist talsvert og var fjarlægð af vettvangi með kranabifreið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024