Umferðaróhöpp á Reykjanesbrautinni
Umferðaróhapp varð á Reykjanesbraut á Strandarheiði í gærmorgun, þar sem ökumaður jeppabifreiðar missti vald á henni vegna hálku á veginum. Tveir aðilar í bifreiðinni og sakaði þá ekki. Fjarlægja varð bifreiðina með dráttarbifreið af vettvangi.
Þá varð bílvelta á Reykjanesbrautinni rétt austan við Vogaveg í gær er ökumaður jeppabifreiðar missti stjórn á henni á hálkubletti. Við óhappið lenti bifreiðin utna vegar og hafnaði á toppnum. Ökumaður, sem var einn í bifreiðinni var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar. Hann reyndist lítið meiddur og fékk að fara heim að lokinni skoðun. Bifreiðin skemmdist talsvert og var fjarlægð af vettvangi með kranabifreið.
Þá varð bílvelta á Reykjanesbrautinni rétt austan við Vogaveg í gær er ökumaður jeppabifreiðar missti stjórn á henni á hálkubletti. Við óhappið lenti bifreiðin utna vegar og hafnaði á toppnum. Ökumaður, sem var einn í bifreiðinni var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar. Hann reyndist lítið meiddur og fékk að fara heim að lokinni skoðun. Bifreiðin skemmdist talsvert og var fjarlægð af vettvangi með kranabifreið.