Föstudagur 18. desember 2015 kl. 18:28
				  
				Umferðaróhöpp á brautinni
				
				
				
	Nokkur umferðaróhöpp voru á Reykjanesbraut síðdegis í gær. Lögreglan á Suðurnesjum sendi frá sér viðvörun vegna hálku sem myndaðist og bað fólk um að gæta að sér.
	
	Vegfarandi sendi okkur þessa mynd af bifreið á hvolfi á kaflinum milli Grindavíkur og Fitja. Ekki er vitað hvort einhverjir slösuðust.