Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Umferðaróhapp á Sandgerðisvegi
Föstudagur 20. janúar 2017 kl. 14:00

Umferðaróhapp á Sandgerðisvegi

- Bíll hafnaði 67 metra frá veginum

Ökumaður, sem var á ferð í bíl sínum eftir Sandgerðisvegi í fyrrakvöld, missti stjórn á honum með þeim afleiðingum að hann fór út af. Vegalengdin frá þeim stað sem bifreiðin fór út af veginum og að henni þar sem hún hafði staðnæmst mældist 67 metrar.  Tveir farþegar voru í bifreiðinni og sluppu þeir og ökumaðurinn án meiðsla.

Í gær var lögreglunni á Suðurnesjum tilkynnt um útafakstur á Reykjanesbraut. Ökumaður bíls sem var á ferð eftir Reykjanesbrautinni snarhemlaði og ökumaðurinn sem á eftir ók greip til þess ráðs að beygja til hægri til að forðast árekstur. Við það hafnaði bifreið hans utan vegar. Hann kvartaði undan eymslum og var honum ekið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024