Umferðaróhapp á Garðvegi
Þrír ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur í gær umdæmi lögreglunnar í Keflavík. Sá sem hraðast fór var mældur á 119 km á Reykjanesbraut á vegarkafla þar sem hámarkshraði er 70 km. Tveir ökumenn voru kærðir fyrir að tala í farsíma við aksturinn án þess að nota handfrjálsan búnað. Næturvaktin var fremur róleg, að sögn lögreglu, en eitt umferðarslys var á Garðvegi um kl. 19:30. Ökumaður slapp án teljandi meiðsla en bifreiðin er talin ónýt.






