Umferðaróhapp, próflaus á hjóli og hraðakstur
Eitt umferðaróhapp varð í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gær, á mótum Faxabrautar og Hringbrautar í Reykjanesbæ. Minniháttar meiðsl urðu á fólki en bifreiðar skemmdust töluvert. Annars var dagvaktin tíðindalaus.
Um kvöldið var próflaus drengur stöðvaður á bifhjóli á Njarðarbraut en hjólið var ótryggt og óskráð. Þá voru fjórir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglustjórans á Suðurnesjum og ók sá er hraðast fór á 146 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst.
Um kvöldið var próflaus drengur stöðvaður á bifhjóli á Njarðarbraut en hjólið var ótryggt og óskráð. Þá voru fjórir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglustjórans á Suðurnesjum og ók sá er hraðast fór á 146 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst.