Umferðarmál í góðu lagi við Sandgerðisskóla
Dagvaktin hjá lögreglu í gær hófst á því að lögreglumenn fóru í eftirlit við þrjá grunnskóla í umdæminu. Farið var í eftirlit við Sandgerðisskóla, Grindavíkurskóla og Myllubakkaskóla í Keflavík. Sérstaklega var athugað með hraðakstur við Sandgerðisskóla. Hraðamælingar voru gerðar með ratsjá. 143 bifreiðar óku framhjá skólanum á Suðurgötu þann tíma sem lögreglumenn voru þar við mælingar og ók enginn ökumanna á ólöglegum hraða.