Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Umferðarlagabrotum fækkar mikið
Miðvikudagur 23. desember 2009 kl. 09:36

Umferðarlagabrotum fækkar mikið


Umferðarlagabrotum í umdæmi Suðurnesjalögreglu fækkaði stórum í nóvember á milli ára eða úr 396 á síðasta ári í 77 á þessu. Fjöldinn hafði verið svipaður í nóvember milli áranna 2007 og 2008. Ljóst er að ökumenn eru farnir að gæta sín á hraðamyndavélunum á svæðinu.
Fíkniefnabrotum fækkaði einnig í nóvember milli ára eða úr 22 í 13. Svipaða sögu er að segja af hegningarlagabrotum sem voru 95 í nóvember síðastliðnum samanborið við 111 í sama mánuði síðasta árs.
Þetta kemur fram í afbrotatölfræði frá Ríkislögreglustjóra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024