Umferðarhnútar við hliðið
Langar bílaraðir hafa myndast á annatímum við aðalhliðið á Keflavíkurflugvelli undanfarna daga þar sem öryggisgæsla þar hefur verið hert til muna. Yfirmenn löggæslu á svæðinu segjast gera sér grein fyrir ástandinu og ætla að leysa málið á næstu dögum.
Starfsmenn á Sorpeyðingastöð Suðurnesja og íbúar í Höfnum eru frekar óhressir með ástandið þar sem þeir eru tilneyddir að bíða í þessum röðum, þó svo að þeir séu ekki á leið inn á varnarsvæðið. Sumir hafa gefist upp á biðinni og reynt að komast fram úr röðunum en þá hafa íslenskir lögreglumenn stöðvað þá og gert þeim ljóst að þeir verði að bíða eins og aðrir. „Mér finnst að bílaraðirnar eigi að bíða í vegkantinum og umferð sem er að fara annað en upp á Völl, eigi að vera hleypt framhjá“, sagði starfsmaður Sorpeyðingarstöðvarinnar í samtali við VF.
Kristján Ingi Helgason aðalvarðstjóri lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli sagði að ástandið væri vissulega óbærilegt þar sem raðirnar næðu stundum niður á Reykjanesbraut. „Fólk þarf að fara í gegnum strangt eftirlit áður en því er hleypt inn á Völlinn og það tekur sinn tíma. Þrátt fyrir þetta fer fólk ekki fyrr af stað í vinnuna og því myndast þessar raðir. Þetta er vissulega vandamál og ég geri ráð fyrir að við reynum að leysa þetta sem fyrst. Það getur verið hættulegt að leyfa framúrakstur í röðunum því þar kemur umferð á móti. Kanturinn við veginn er líka ansi mjór, sem gæti verið vandamál“, segir Kristján.
Sævar Lýðsson, staðgengill sýslumanns á Keflavíkurflugvelli staðfesti í samtali við blaðið að lögreglan á Keflavíkurflugvelli yrði í samstarfi við lögregluna í Keflavík, um þessi umferðarmál og reynt yrði að leysa þau eftir bestu getu.
Starfsmenn á Sorpeyðingastöð Suðurnesja og íbúar í Höfnum eru frekar óhressir með ástandið þar sem þeir eru tilneyddir að bíða í þessum röðum, þó svo að þeir séu ekki á leið inn á varnarsvæðið. Sumir hafa gefist upp á biðinni og reynt að komast fram úr röðunum en þá hafa íslenskir lögreglumenn stöðvað þá og gert þeim ljóst að þeir verði að bíða eins og aðrir. „Mér finnst að bílaraðirnar eigi að bíða í vegkantinum og umferð sem er að fara annað en upp á Völl, eigi að vera hleypt framhjá“, sagði starfsmaður Sorpeyðingarstöðvarinnar í samtali við VF.
Kristján Ingi Helgason aðalvarðstjóri lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli sagði að ástandið væri vissulega óbærilegt þar sem raðirnar næðu stundum niður á Reykjanesbraut. „Fólk þarf að fara í gegnum strangt eftirlit áður en því er hleypt inn á Völlinn og það tekur sinn tíma. Þrátt fyrir þetta fer fólk ekki fyrr af stað í vinnuna og því myndast þessar raðir. Þetta er vissulega vandamál og ég geri ráð fyrir að við reynum að leysa þetta sem fyrst. Það getur verið hættulegt að leyfa framúrakstur í röðunum því þar kemur umferð á móti. Kanturinn við veginn er líka ansi mjór, sem gæti verið vandamál“, segir Kristján.
Sævar Lýðsson, staðgengill sýslumanns á Keflavíkurflugvelli staðfesti í samtali við blaðið að lögreglan á Keflavíkurflugvelli yrði í samstarfi við lögregluna í Keflavík, um þessi umferðarmál og reynt yrði að leysa þau eftir bestu getu.