Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Umferðareftirlit á Gerðavegi í Garði
Miðvikudagur 5. september 2012 kl. 16:36

Umferðareftirlit á Gerðavegi í Garði

Meðalhraði ökutækja 36,05 km þar sem 30 km er hámarkshraði.

Síðastliðna þrjá daga hefur lögreglan á Suðurnesjum fylgst með umferðarhraða á Gerðavegi í Garði eftir að ábendingar bárust um hraðakstur í götunni.  Í umræddri götu er hámarkshraði 30 km. á klukkustund. Á þessu þremur dögum hefur hraði 193 ökutækja verið mældur, en þau óku bæði vestur og austur götuna. 

Meðalhraði þeirra var 36,05 km. Við yfirferð á mælingartölum kemur í ljós að þó nokkrir aka yfir leyfilegum hámarksraða.  Lögregla mun því næstu daga halda áfram mælingum. Þeir sem aka of hratt eiga yfir höfði sér að þurfa að greiða sekt í samræmi við brot sitt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024