Umferðarátak á Reykjanesbrautinni
Lögreglustjórarar á Keflavíkurflugvelli, í Keflavík, Hafnarfirði og Kópavogi, hafa ákveðið að frumkvæði dómsmálaráðherra, að standa sameiginlega að framkvæmd átaks um að vekja almenning til aukinnar vitundar um hættur umferðarinnar. Átakið stendur yfir þriðjudaginn 10. október og fimmtudaginn 12. októberLögreglustjórarnir telja að eina leiðin til að ná þessu markmiði sé að starfa saman að bættri löggæslu á Reykjanesbrautinni sem liggur sem rauður þráður í gegnum lögsagnarumdæmi þeirra. Reykjanesbrautin er ein fjölfarnasta umferðaræð landsins og um hana fara þúsundir bifreiða á hverjum degi. Hún hefur mikla þýðingu fyrir alla íbúa á suð-vesturhorni landsins en því miður eru slys og umferðaróhöpp þar nánast daglegur viðburður.Löggæslumenn verða staðsettir við brautina og lögð verður áhersla á eftirfarandi:Kynning á vegöxlumNýlega lauk Vegagerðin frágangi á vegöxlum á Reykjanesbraut. Vegaxlirnar eiga að tryggja hindrunarlausa umferð og þar með auka öryggi vegfarenda. Svo virðist sem ökumenn séu ekki nægilega upplýstir um hvernig nota skuli vegaxlirnar.Eftirlit með ökuhraða og notkun öryggisbeltaLögreglan mun hafa strangt eftirlit með ökuhraða bireiða. Ljóst er að margir vegfarendur virða ekki reglur um hámarkshraða og skapa með því mikla hættu í umferðinni.Ástand ökutækjaLögreglan mun kanna ástand ökutækja og skoðun.UmferðaráróðurÁ nokkrum stöðum við Reykjanesbrautina verða sett up skilti með lögreglumönnum í fullri stærð. Tilgangurinn er að minna ökumenn á að virða umferðarreglurnar.