Umferðalagabrjótar stöðvaðir

Einn ökumaður var kærður fyrir að aka bifreið án þess að hafa öðlast ökuleyfi.
Í gærkvöldi var ökumaður var stöðvaður á Reykjanesbraut þar sem hann ók á 115 km hraða, en leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.
Í nótt stöðvuðu lögreglumenn ökumann á Reykjanesbraut og er hann grunaður um ölvun við akstur og var sá hinn sami ekki með ökuréttindi þar sem hann er sviptur ökuréttindum.
Þá var ökumaður kærður fyrir að aka mót einstefnu.