Mánudagur 9. ágúst 2010 kl. 10:47
Umferð beint um hjáleið
Vegagerðin og Reykjanesbær standa fyrir byggingu hringtorgs á Reykjanesbraut við Grænás. Eftir hádegi í dag, mánudaginn 9. ágúst, verður umferð beint yfir á hjáleið fram hjá vinnusvæðinu. Ökumenn eru beðnir um að aka varlega um vinnusvæðið og virða merkingar um hámarkshraða.