Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Umferð af Reykjanesbraut á bráðabirgðaveg við Straumsvík
Þriðjudagur 14. febrúar 2012 kl. 11:04

Umferð af Reykjanesbraut á bráðabirgðaveg við Straumsvík

Þessa dagana er verið að hefja vinnu við byggingu undirganga við Straumsvík. Undirgöngin eiga að draga úr slyshættu á gatnamótnum. Verktaki við framkvæmdirnar er Suðurverk hf. og á framkvæmdum að ljúka í júlí 2012.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrsta skef í framkvæmdinni er að færa umferð um Reykjanesbraut yfir á bráðabirgðaveg fram hjá framkvæmdasvæðinu.

Búist er við að umferðin verði færð um næstu helgi þ.e. 18 - 19 febrúar. Vegagerðin biður ökumenn að aka varlega um framkvæmdasvæðið og virða merkingar um hámarkshraða.