Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 15. janúar 2002 kl. 12:04

Umfangsmikil vettvangsrannsókn við Grindavíkurveg

Rannsóknardeild lögreglunnar í Keflavík ásamt rannsóknarmönnum frá herlögreglunni vinna nú umfangsmikla vettvangsvinnu á slysstaðnum við Grindavíkurveg þar sem herlögreglumaður beið bana í umferðarslysi í nótt.Aðstæður til rannsóknarvinnu voru afleitar í nótt og var staðin vakt við svæðið fram í birtingu. Vettvangur var girtur af lögreglu. Auk rannsóknarlögreglumanna úr Keflavík og frá hernum voru á svæðinu vinnueftirlitsmenn frá Varnarliðinu og skoðunarmaður frá bifreiðaskoðun.
Aðstæður á slysstað voru hrikalegar. Bíllinn mun hafa oltið nokkrar veltur og ökumaður kastast út úr bifreiðinni. Félagi mannsins fann hann ekki í nótt og gekk af stað í náttmyrkrinu í átt að orkuverinu í Svartsengi til að sælka hjálp. Lík ökumannsins fannst um tvo tugi metra frá þeim stað þar sem bíllinn staðnæmdist í grófu hraungrýti.
Í nótt var gerð mikil leit að skotfærum á vettvangi, en herlögreglumenn eru vopnaðir og voru á leið til varðstöðu við fjarskiptastöðina í Grindavík þegar slysið varð.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024